Eftirsjá, Hún á þetta ekki skilið

Mér þykir aðdáunarvert hjá henni, hversu fagmannleg hún er.

Það hefðu fáir gert það sama og hún þ.e.a.s að segja af sér fréttamennsku vegna gríns sem óvart fór í loftið.

 

En það er mikil eftirsjá af henni, hún er svo góður fréttamaður.

Ég myndi vilja að það yrði gerður undirskriftarlisti þar sem hún er hvött til að draga uppsögn sína til baka og taki til starfa aftur.

ÁFRAM Lára Óm 


mbl.is Hættir sem fréttamaður á Stöð 2
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loopman

Hvers konar bull vellur uppúr þessar manneskju. Eftir að hafa horft á Láru í kastljósinu og á stöð 2 núna áðan, þá er ég sannfærður um að hún sé of hrokafull til að taka ábyrgð.  Harkaleg orð, vissulega, en þegar manneskja setur sjálfa sig upp sem eitthvað fórnarlamb með tali sínu og fasi þá þykir mér það ekki fínn pappír. 

Hugsið ykkur að kalla þetta grín, og fréttastjóri stöðvar 2 tekur undir það líka. Þetta er ekkert grín, þetta er gamallt trikk fjölmiðlamanna til að fá þær fréttir og þær myndir sem þeir vilja fá. Málið er bara að láta ekki ná sér.

Hún var gripin í bólinu og það þýðir ekki að vera með fórnarlambsstæla og segja "ég er fimm barna móðir... bla bla bla" og "ég geri þetta ekki nema að vel íhugðu máli....". Það er alveg pottþétt að hún er komin með vinnu eða einhver loforð um slíkt. Fimm barna móðir segir ekki upp útaf smotteríi eins og þessu nema það sé eitthvað sem hún á sem backup. Ekki nema hún sé svo vel gift einhverjum manni sem er með milljónir á mánuði til að halda henni og krakkahernum uppi. Það er víst gott að búa í Mosfellsbænum.

Svo toppaði hún þetta með því að hikksta, hika og sýna öll merki óöryggis með sína sannfæringu þegar hún var að lýsa þessu gríni sínu bæði í kastljósinu og sérstaklega á stöð 2 kom hún illa út.

En að segja að þetta hafi verið "lélegur kaldhæðnishúmer sem almenningur skilur ekki". Það er HROKI og þess vegna kalla ég hana of hrokafulla til að taka almennilega ábyrgð.

Fréttastjóri stöðvar tvö átti að reka hana undir eins. Þannig hefði hann bjargað trúverðugleika stöðvarinnar.

Loopman, 25.4.2008 kl. 20:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband